Vinnudagur

Vinnudagur Kæru félagar og velunnarar, vinnudagur verður á Melgerðismelum laugardaginn 7 júlí nk. Mæting klukkan 12:00 í Funaborg. Komum saman og tökum til hendinni við ýmis verk. Grill og reiðtúr um kvöldið. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið annakrarna@simnet.is Stjórn Funa.

LOKAÐUR REIÐVEGUR

Reiðvegurinn frá Espigrund og að Samkomugerði verður lokaður fyrir ríðandi umferð frá og með fimmtudeginum 28. júní og á meðan unnið er við veginn. Reiðveganefnd Funa

FRAMKVÆMDIR við reiðveg í Eyjafirði standa yfir!

Á síðustu árum hefur verið unnið að uppbyggingu reiðvegar milli Miðbrautar við Hrafnagil og fram á Melgerðismela þar sem áður var enginn vegur. Eftir að bundið slitlag var lagt á þessa leið og umferð aukist hefur þörfin aldrei verið meiri að byggja upp færa reiðleið meðfram akveginum frameftir að vestanverðu. Vinna við að hleypa ríðand …

FRAMKVÆMDIR við reiðveg í Eyjafirði standa yfir! Read More »

Úrslit í bæjakeppni Funa 2016

Í gær fór fram bæjakeppni Funa og þökkum við öllum þeim bæjum og húsum sem tóku þátt og styrktu þar með starf hestamannafélagsins. Í pollaflokki sýndu knapar framtíðarinnar hesta sína og fengu allir gullpening til minningar um þátttökuna. Barnaflokkur: Sindri Snær Stefánsson og Tónn frá Litla-Garði, kepptu fyrir Syðri-Tjarnir. Unglingaflokkur: Gunnhildur Erla Þórisdóttir og Áttund …

Úrslit í bæjakeppni Funa 2016 Read More »

Bæjakeppni Funa

Hin árlega bæjakeppni Funa verður haldin á Melgerðismelum laugardaginn 27. ágúst nk. kl. 14.00. Keppt verður í pollaflokki (má teyma undir), barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, kvennaflokki og karlaflokki. Skráning keppenda er í Funaborg frá 12.30 til 13.30 sama dag. Hvetjum við alla til að koma og vera með. Að lokinni keppni verður hið sívinsæla kaffihlaðborð á …

Bæjakeppni Funa Read More »

Melgerðismelar 2016 úrslit

Hestamannafélagið Funi hélt opið gæðingamót og kappreiðar um helgina í blíðskaparveðri. Mótið var jafnframt gæðingakeppni félagsins. Styrktaraðilar mótsins voru Eimskip, Lífland, Bústólpi, Stekkjarflatir og Dýraspítalinn í Lögmannshlíð – Elfa og Gestur Páll. Þökkum við þessum aðilum kærlega fyrir stuðninginn. Úrslit voru eftirfarandi: TÖLT T3 1 Birgir Árnason Toppa frá Brúnum Léttir 7 2 Birna Hólmgeirsdóttir …

Melgerðismelar 2016 úrslit Read More »

Melgerðismelar 2016 úrslit kappreiða

SKEIÐ 100M (FLUGSKEIÐ) 1 Stefán Birgir Stefánsson Sigurdís frá Árgerði Funi 8,37 2 Baldvin Ari Guðlaugsson Dögg frá Efri-Rauðalæk Léttir 8,48 3 Sveinn Ingi Kjartansson Prati frá Eskifirði Léttir 9,21 STÖKK 300M 1 Anna Sonja Ágústsdóttir Vaskur frá Samkomugerði II Funi 22,38 2 Ágúst Máni Ágústsson Vonarstjarna frá Möðrufelli Funi 22,71 3 Ágúst Máni Ágústsson …

Melgerðismelar 2016 úrslit kappreiða Read More »

Melgerðismelar 2016 – dagskrá

Laugardagur 13. ágúst Kl. 10:00 forkeppni B-flokkur Barnaflokkur Unglingaflokkur Ungmennaflokkur Kl. 12:30 forkeppni A-flokkur Tölt Kappreiðar: Brokk fyrri sprettur Stökk fyrri sprettur Brokk seinni sprettur 100 m. skeið Kl. 15:30 Úrslit í tölti   Sunnudagur 14 ágúst. Kl. 12:30 Stökk seinni sprettur Úrslit: B-flokkur Barnaflokkur Unglingaflokkur Ungmennaflokkur A-flokkur

Melgerðismelar 2016 og gæðingakeppni Funa

Nú er hafin skráning á opið stórmót hestamanna á Melgerðismelum, sem haldið verður helgina 13. og 14. ágúst nk. Mótið er jafnframt gæðingakeppni Funa. Keppt verður í A- og B-flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki og fyrirkomulagið verður þannig að sérstök forkeppni fer fram með þrem keppendum inni á vellinum í einu. Þá verður keppt í …

Melgerðismelar 2016 og gæðingakeppni Funa Read More »