Í gær fór fram bæjakeppni Funa og þökkum við öllum þeim bæjum og húsum sem tóku þátt og styrktu þar með starf hestamannafélagsins. Í pollaflokki sýndu knapar framtíðarinnar hesta sína og fengu allir gullpening til minningar um þátttökuna.
Barnaflokkur:
- Sindri Snær Stefánsson og Tónn frá Litla-Garði, kepptu fyrir Syðri-Tjarnir.
Unglingaflokkur:- Gunnhildur Erla Þórisdóttir og Áttund frá Hrafnagili, kepptu fyrir Hvassafell.
- Gunnhildur Erla Þórisdóttir og Hástíg f. Hrafnagili, kepptu fyrir Sunnutröð 3.
- Valdemar Sverrisson og Dökk frá Bringu, kepptu fyrir Sunnutröð 5.
Ungmennaflokkur: Enginn keppandi var í ungmennaflokki en bikarinn var dreginn á Leifsstaði.
Kvennaflokkur:- Elín Margrét Stefánsdóttir á Kulda frá Fellshlíð, kepptu fyrir Ytri-Tjarnir.
- Tanja Hirsch á Karen frá Árgerði, kepptu fyrir Fossland 3.
- Anna Kristín Árnadóttir á Moldrík frá Útgörðum, kepptu fyrir Torfufell 1.
Karlaflokkur:- Stefán Birgir Stefánsson á Bergrós frá Litla-Garði, kepptu fyrir Hólshús 2.
- Ævar Hreinsson á Aski frá Fellshlíð, kepptu fyrir Ernu á Hríshóli.
- Sveinn Ingi Kjartansson á Gæfu frá Syðra-Felli, kepptu fyrir Vallartröð 4.
Sigurvegararnir í hverjum flokki drógu svo um farandbikarinn og varð Elín þar hlutskörpust og verður farandbikarinn því hjá Benjamín og Huldu á Ytri-Tjörnum fram að næstu bæjakeppni.
Yngsti þátttakandinn í þessari bæjakeppni var Sveinn Atlas Sigmundsson og hafði sá ungi herramaður mikið gaman af.