Úrslit í bæjakeppni Funa 2016

Í gær fór fram bæjakeppni Funa og þökkum við öllum þeim bæjum og húsum sem tóku þátt og styrktu þar með starf hestamannafélagsins. Í pollaflokki sýndu knapar framtíðarinnar hesta sína og fengu allir gullpening til minningar um þátttökuna.

Pollaflokkur

Barnaflokkur:

  1. Sindri Snær Stefánsson og Tónn frá Litla-Garði, kepptu fyrir Syðri-Tjarnir.
    Barnaflokkur
    Unglingaflokkur:

    1. Gunnhildur Erla Þórisdóttir og Áttund frá Hrafnagili, kepptu fyrir Hvassafell.
    2. Gunnhildur Erla Þórisdóttir og Hástíg f. Hrafnagili, kepptu fyrir Sunnutröð 3.
    3. Valdemar Sverrisson og Dökk frá Bringu, kepptu fyrir Sunnutröð 5.
      Unglingaflokkur
      Ungmennaflokkur: Enginn keppandi var í ungmennaflokki en bikarinn var dreginn á Leifsstaði.
      Kvennaflokkur:

      1. Elín Margrét Stefánsdóttir á Kulda frá Fellshlíð, kepptu fyrir Ytri-Tjarnir.
      2. Tanja Hirsch á Karen frá Árgerði, kepptu fyrir Fossland 3.
      3. Anna Kristín Árnadóttir á Moldrík frá Útgörðum, kepptu fyrir Torfufell 1.
        Kvennaflokkur
        Karlaflokkur:

        1. Stefán Birgir Stefánsson á Bergrós frá Litla-Garði, kepptu fyrir Hólshús 2.
        2. Ævar Hreinsson á Aski frá Fellshlíð, kepptu fyrir Ernu á Hríshóli.
        3. Sveinn Ingi Kjartansson á Gæfu frá Syðra-Felli, kepptu fyrir Vallartröð 4.
          Karlaflokkur
          Sigurvegararnir í hverjum flokki drógu svo um farandbikarinn og varð Elín þar hlutskörpust og verður farandbikarinn því hjá Benjamín og Huldu á Ytri-Tjörnum fram að næstu bæjakeppni.
          Sigurvegarar
          Yngsti þátttakandinn í þessari bæjakeppni var Sveinn Atlas Sigmundsson og hafði sá ungi herramaður mikið gaman af.
          Yngsti þátttakandinn
Deila: