Bæjakeppni Funa

Bæjakeppnin var haldin 5. ágúst, 117 bæir tóku þátt. Funi þakkar kærlega fyrir stuðninginn og þakkar öllum sem tóku þátt. Pollaflokkur 10 knapar Pollar fengu allir þátttökupening og einnig fékk Kristín Thorberg að vera með þeim á mynd sem elsti knapi mótsins. Kvennaflokkur 12 knapar 1. sæti Camilla Hoj Aðalstjarna frá Akureyri, keppti fyrir Álfabrekku …

Bæjakeppni Funa Read More »

Bæjakeppni Funa

Bæjakeppni Funa var haldin á Melgerðismelum á Jónsmessunni, en þá voru 45 ár frá því fyrsta bæjakeppnin var haldin. Bæjakeppnin er mikilvæg tekjuöflun fyrir félagið og þökkum við öllum þátttakendum kærlega fyrir stuðninginn. Niðurstöður keppninnar fylgir hér með.

Melgerðismelar 2023

Opið gæðingamót Funa og úrtaka fyrir fjórðungsmót fór fram á Melgerðismelum 18. júní s.l. Niðurstöður mótsins fylgja hér með.

Tölt og kappreiðar

Haldin var töltkeppni og kappreiðar á Melgerðismelum 16. júní s.l. Unnið var við að endurnýja snúrur á kappreiðavellinum alveg fram á seinustu stundu, en mótið gekk ágætlega í blíðaskaparveðri. Niðurstöður mótsins fylgja hér með.

Opið gæðingamót Funa 16. og 18. júní

Föstudaginn 16. júní kl. 18.00 verða kappreiðar og töltkeppni á Melgerðismelum. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: Tölt T1 Tölt T3 150 metra skeið 250 metra skeið 300 metra brokk 300 metra stökk Sunnudaginn 18. júní verður svo gæðingakeppni og úrtaka fyrir fjórðungsmót. Keppt í þessum flokkum: A – flokkur B – flokkur Ungmennaflokkur Unglingaflokkur Barnaflokkur …

Opið gæðingamót Funa 16. og 18. júní Read More »

Aðalfundur

Aðalfundur hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg á Melgerðismelum föstudagskvöldið 13. mars nk. kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Nýjir félagar velkomnir. Kaffiveitingar. Stjórnin.