Bæjakeppni Funa var haldin á Jónsmessunni sl. mánudagskvöld. Dagana fyrir mót fóru sjálfboðaliðar um sveitina og buðu sveitungum að vera með gegn 2.000 kr. gjaldi. Móttökur og þátttaka sveitunga okkar var mjög góð og sýnir vel þann velvilja sem íbúar Eyjafjarðarsveitar hafa sýnt félaginu okkar og eiga fyrir það miklar þakkir frá okkur félagsmönnum.
Alls tóku um fimmtíu keppendur þátt og drógu þeir sér bæ sem hafði tekið þátt og kepptu fyrir hann. Voru konurnar með fjölmennasta flokkinn í ár. Allir flokkar voru opnir þátttakendum óháð félagaaðild og margir sem tóku óhikað til kostanna.
Úrslit urðu eftirfarandi
Í pollaflokki fengu allir keppendur verðlaun

Knapi | Hross | Fæðingarbær | Aldur | Bær keppanda |
Heiðmar Kári Sveinsson | Ljúfur | Brúnahlíð 10 | ||
Ingimar Atli Sveinsson | Lúbbi | Naustum 3 | 22v. | Bakkatröð 9 |
Sigurður Hreinn Hreinsson | Sylgja | Syðri-Reykjum | 15v. | Meltröð- Bjarney og Ragnar |
Víkingur Tristan Hreinsson | Krák | Hellulandi | 25v. | Hríshóll – Erna |
Áróra Heiðbjört Hreinsdóttir | Mjölnir | Möðrufelli | 16v. | Jórunnarstaðir |
Tinna Margrét Axelsdóttir | Tjáning | Þrastarhóli | 11v. | Möðrufell |
Ísar Eldberg Jónsson | Föl | Ytra-Dalsgerði | 10v. | Torfufell 2 |
Kristján Atli Valsson | Váli | Naustum | 16v. | Litli Hamar |
Nína Katrín Valsdóttir | Sprækur | 22v. | Teigur -Gerða og Stebbi | |
Magni Rafn Hafþórsson | Kvika | Árgerði | 10v. | Skólatröð 6 |
Viktoría Röfn Hafþórsdóttir | Mósi | Árbæjarhjáleigu | 16v. | Hjallatröð 2 |
Barnaflokkur
Röðun | Knapi | Hross | Fæðingarbær | Aldur | Bær keppanda |
1. sæti | Áslaug Lóa Stefánsdóttir | Boði | Möðrudal | 10 | Garður – Ásdís og Aðalsteinn |
2. sæti | Elín Larsson | Prins | Ysta-Gerði | 6 | Vörðuhóll |
3. sæti | Ólöf Milla Valsdóttir | Snót | Skarði | 10 | Brekkulækur |
Unglingaflokkur
Röðun | Knapi | Hross | Fæðingarbær | Aldur | Bær keppanda |
1. sæti | Auður Karen Auðbjörnsdóttir | Eldar | Efra-Holti | 12v. | Leyningur |
2. sæti | Anna Kristín Auðbjörnsdóttir | Snörp | Hólakoti | 10v. | Skógartröð 3 – Hansi og Malla |
3. sæti | Birta Rós Arnarsdóttir | Kvik | Torfunesi | 9v. | Gilsbakki |
Ungmennaflokkur
Röðun | Knapi | Hross | Fæðingarbær | Aldur | Bær keppanda |
1. sæti | Maxi Weber | Dana | Litla-Garði | 6v. | Sunnutröð 7 |
2. sæti | Ingunn Birna Hreinsdóttir | Stormur | Akureyri | 9v. | Syðra-Laugarlandi efra Kristinn |
Kvennaflokkur
Röðun | Knapi | Hross | Fæðingarbær | Aldur | Bær keppanda |
1. sæti | Elín Margrét Stefánsdóttir | Kuldi | Fellshlíð | 11 | Hrísar |
2. sæti | Aldís Ösp | Rösk | Akureyri | 7 | Ártröð 3 – Bryndís og Eiríkur |
3. sæti | Belinda Ottósdóttir | Skutla | Akranesi | 9 | Garðsá |
Karlaflokkur
Röðun | Knapi | Hross | Fæðingarbær | Aldur | Bær keppanda |
1. sæti | Stefán Birgir Stefánsson | Kolbakur | Litla-Garði | 5 | Svertingsstaðir 1 – Hansína |
2. sæti | Gestur Páll Júlíusson | Ullur | Torfunesi | 9 | Sigtún – Sigurgeir |
3. sæti | Sveinn Ingi Kjartansson | Nína | Naustum 3 | 7 | Höfðaborg |
Dómarar í ár voru þeir Ármann Gunnarsson dýralæknir og Svavar Örn Hreiðarsson skeiðkappi með meiru. Þökkum þeim dómarastörfin sem og öllum þeim sjálfboðaliðum og stuðningsaðilum sem að Bæjarkeppninni stóðu.

Fleiri myndir frá mótinu eru að finna inni á facebook síðu félagsins.