AppFengur

“ AppFengur býður félagsmönnum hestamannafélaga áskrift að AppFeng á sérstökum afsláttarkjörum.

Fastur 50% afsláttur af mánaðaráskrift ef keypt er áskrift fyrir 15. sept 2019.
Áskrift gefur notendum fullan aðgang að AppFengi ásamt nýjum og reglulegum uppfærslum.

– Til virkja áskrift á afsláttarkjörum ferðu inn á  https://www.appfengur.com/subscribtion
– Til að sækja AppFeng í App Store 
– Til að sækja AppFeng í Play Store

Allar upplýsingar má finna á:
– www.appfengur.com
– www.facebook.com/appfengur

Takið þátt í sumarleik Appfengs á facebook fyrir 17.júní þar sem einn heppinn notandi mun vinna áskrift og örmerkjalesara frá Vistor.  

Fyrirspurnir og ábendingar má senda á appfengur@gmail.com eða í síma: 6110469 (Nanna).  „Með bestu kveðju Nanna K. Kristjánsdóttir

UM APPFENG:

Íslenski hesturinn er eitt hreinræktaðasta hrossakyn heims.  Það sem gerir stofninn enn verðmætari er WorldFengur og einstakur gagnagrunnur hans á heimsvísu enda heldur hann utan um ættir, dóma og mikilvægar upplýsingar um íslenska hestinn hvar sem hann er staddur í heiminum.

Nýjasta meðlimur í Fengs fjölskyldunni er AppFengur snjallvæn uppruna-ættbók íslenska hestsins.  AppFengur notar nýjustu tækni sem fylgja snjalltækjum til að auka þægindi, spara tíma og tryggja öruggari skráningar við lestur og skráningu í gagnagrunn WorldFengs. Og möguleikarnir eru endalausir.

AppFengur kom út Í lok júní, fyrir Landsmót hestamanna 2018.
Með AppFeng geta notendur fylgst með keppnum og sýningum(úrslit beint í símtækið), verslað með íslenska hesta, leitað, skráð og skannað örmerki með þráðlausum örmerkjalesara. Notendur geta Fengið upp ættabók og helstu upplýsingar um hestinn og skráningar á honum. Valið uppáhalds hesta til að fylgja, fengið sent áminningar og skilaboð og lesið hestafréttir frá helstu fréttamiðlum um Íslenska hestinn.  

Nýjasti eiginleiki AppFengs er “Listar” en þar geta notendur t.d. Útbúið stoðhestalista með því að merkja listann ákveðnum stoðhesti og skanna svo hryssur undir hestinn.  

AppFengurPro
Unnið er að þróun sérstakrar útgáfu af AppFengi, AppFengurPro. AppFengurPro er ætlaður fagfólki s.s. dýralæknum(heilsuskýrslur), merkingarfólki(Skrá nýjar örmerkingar) og dómurum(viðmót til að skrá úrslit á rauntíma).

AppFengurPro fyrir dýralækna er ætlað að einfalda val- og lögbundinna skráningu þannig að skilvirknin verði meiri. Þá mun AppfengurPro flýta fyrir skráningarferlinu, koma í veg fyrir rangfærslur og auðvelda öll skil. Hægt er að skrá inn á vettvangi upplýsingar óháð nettengingu og skila í gagnagrunn um leið og notanda kemst í netsamband. Tenging við örmerkjalesara tryggja gæði á skilagögnum.  

Það er okkar von að með komu AppFengs munu skráningar og gögn úr WorldFengi verða áreiðanlegri, traustari og fjölga til muna. Þannig mun AppFengur styðja við áframhaldandi gagnasöfnun, verðmæti eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfða fjölbreytileika stofnsins og auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans.

AppFengurPro er tilbúin til prófunar á fylskráningu og eru prófanir hafnar.

Það sem gerir AppFeng sérstæðan er lestur örmerkja beint í símtækið.

AppFengur er í stöðugri þróun og stækkar ört næstu skref eru:

1. Ný útgáfa:
Ný og öflugri útgáfa á uppfærðu og skilvirkar forritunarmáli sem byggir á tækni frá Google.  Þessi útgáfa mun skila öruggari og hraðari virkni, fleiri möguleika og auðveldar okkur að viðhalda og bæta inn nýjum eiginleikum.

2. Skráningar í gegnum AppFeng
Hingað til hefur bara verið hægt að lesa gögn úr AppFeng á næstunni mun koma út útgáfa sem býður notendur upp á skrá gögn í heimarétt eins og gert er í WorldFeng

3. Skýrslugerð
Notendur geta fyllt út skýrslur á einfaldan og fljótlegan hátt, náð í pdf eða excel kvittað og skilað inn.

4. Reiknivélar s.s. fyrir paranir og dómaspá

5. Dagbók tengd við hvern hest.

6. Stafrænt afsláttakort fyrir notendur AppFengs.

Notendur geta keypt hugbúnaðinn í gegn um AppFeng eða á sérstöku tilboði fyrir félagsmenn hestamannafélaga.  www.appfengur.com/subscribtion

Það er rusticity sem framleiðir AppFeng.
Rusticity er hugbúnaðarfyrirtæki sem býður upp á sérfræðiráðgjöf og innleiðing á nýjum snjalllausnum á rekstrar- og skráningarkerfum með áherslu á landbúnað almennt. Fyrirtækið hefur unnið sem verktaki við sérfræði- og ráðgjafaþjónustu fyrir Bændasamtökin á Íslandi síðastliðin 6 ár og í samvinnu við samtökin, þróað og innleitt skráningarkerfi með örmerkjalesara og öðrum aukabúnaði fyrir bændur

Annar hugbúnaður sem hefur verið í þróun fyrir er 
– LAMB snjallforrit(fyrir sauðfjárbændur, 
– Heilsa fyrir dýralækna, 
– MASTAPP fyrir eftirlitsaðila MAST
– OrkuSmart – hugbúnaður til orkusparnaðar

Gildi Rusticity eru hröð og örugg vinnubrögð með áherslu á nýjustu tækni, þróunn og persónulega þjónusta. Fyrirtækið er í eigu lykilstarfsmanna. 

Möguleikarnir eru miklir og við ætlum okkur stóra hluti. Við erum því markvist að leita að fjármagni núna og/eða aðstoðs í formi ráðgjafar, tengslanetar, þróunar eða fjármögnunar. Ef fólk sér tækifæri í AppFeng erum við mjög opin fyrir allri innkomu og er hin sami velkominn að hafa samband.  

Við viljum gjarnan fá ábendingar frá notendum fyrir nýjum eiginleikum og tökum vel á móti öllum fyrirspurnum.      
Með bestu kveðju/Best regards/CordialementNanna K. Kristjánsdóttir

Deila: