FEIF Youth Camp

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sumarbúðirnar sem verða haldnar dagana 7. – 14. júlí 2019 á Íslandi. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krökkum frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál. Umsækjendur þurfa að hafa einhverja reynslu í hestamennsku, vera félagar í hestamannafélagi og skilja og geta talað ensku.

Búðirnar eru haldnar í Hestheimum sem er u.þ.b. 100 km frá Reykjavík. Það verður boðið upp á fjölbreytt viðfangsefni og meðal annars farið í útreiðatúra í fallegu umhverfi, rútuferð að sjá Gullfoss og Geysi, heimsókn til Friðheima þar sem ræktaðir eru tómatar og að Efstadal en þar er bændagisting og veitingastaður.

Það sem þátttakendur munu hafa fyrir stafni er t.d:

  • Reiðtúrar
  • Gönguferðir
  • Íslenskukennsla
  • Íslensk saga kynnt
  • Hópavinna
  • Sundferðir
  • Rútuferð (Gullfoss og Geysir)
  • Og margt fleira…

Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2019 og sótt eru um með því að fylla út þetta umsóknareyðublað. Í umsókninni er beðið um nafn, heimilsfang, kennitölu, símanúmer, hestamannafélag, ljósmynd og stutta frásögn af umsækjanda.

Þátttökugjald er 95.300 kr. og hefur hvert land rétt til að senda tvo þátttakendur en einnig verður biðlisti ef einhver lönd nýta sér ekki þann rétt að senda fulltrúa.

Hlökkum til að heyra frá ykkur

Kær kveðja,

Æskulýðsnefnd LH

Deila: