Bæjakeppni Funa

Hin árlega bæjakeppni Funa verður haldin á Melgerðismelum laugardaginn 27. ágúst nk. kl. 14.00.

Keppt verður í pollaflokki (má teyma undir), barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, kvennaflokki og karlaflokki.

Skráning keppenda er í Funaborg frá 12.30 til 13.30 sama dag.

Hvetjum við alla til að koma og vera með.

Að lokinni keppni verður hið sívinsæla kaffihlaðborð á sínum stað ásamt verðlaunaafhendingu.

Allir velkomnir.

Stjórn, mótanefnd og húsnefnd Funa.

Deila: