Hesthúsið á Melgerðismelum – Til leigu

Hestúsið á Melgerðismelum er laust til leigu frá og með 1. Apríl næstkomandi með plássi fyrir 25 hross og aðgengi að reiðskemmu. Góðar reiðleiðir og frábær aðstaða til tamninga og þjálfunar. Leiga til lengri og skemmri tíma kemur til greina samkv. samkomulagi. Áhugasamir hafi samband við Huldu Sigurðardóttur (866-9420) eða Brynjar Skúlason (899-8755).

Hólaskóli – Michel Becker reiðkennari með fyrirlestur og sýnikennslu

Sunnudaginn 20. mars sækir Michel Becker reiðkennari Hólaskóla heim og verður með opinn fyrirlestur ásamt sýnikennslu. Michel Becker mun fjalla um fimiþjálfun í anda hugmyndafræði Philippe Karl. Fyrirlesturinn hefst kl. 16:00 í Hátíðarsal Hólaskóla og er öllum opinn svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangseyrir er kr. 1.000,-. Fréttin er fengin af heimasíðu Hólaskóla

Reiðnámskeið með Ásdísi Helgu

Reiðnámskeiðið með Ásdísi Helgu hefst föstudagskvöldið 18. mars kl. 20:00 í Funaborg. Námskeiðagjöld fyrir Funabörn og unglinga undir 18 ára verða greidd niður um 8.000 kr. og eru því 11.000 kr. Aðrir greiða 19.000 kr. Námskeiðagjöld skulu greidd inn á reikning 162-26-3682, kennitala 470792-2219. Vinsamlegast takið fram fyrir hvern er verið að greiða. Skráning er …

Reiðnámskeið með Ásdísi Helgu Read More »

Hestadagar í Reykjavík

Hestamannafélögin á stórhöfuðborgarsvæðinu Andvari, Gustur, Hörður, Fákur, Sörli og Sóti hafa skipulagt fjölbreytta dagskrá á Hestadögum í Reykjavík 28.mars til 2.apríl þar sem allir landsmenn ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Laugardaginn 2.apríl ættu hestamenn að taka sérstaklega frá því þá verður mikið um dýrðir. Dagskráin hefst með skrúðgöngu hestamannafélaganna upp Laugaveginn og sem …

Hestadagar í Reykjavík Read More »

Gæðingadómaranámskeið

Í ljós hefur komið að upplýsingar sem voru inni á heimasíðu LH varðandi gæðingadómaranámskeið voru rangar. Upplýsingarnar áttu við árið 2010 en ekki 2011, því miður. LH mun laga þetta inn á síðunni hjá sér. Unnið er að því að fá nýdómaranámskeið norður í ár.

Hestapestin

Undirritaður hafði samband við Sigríði Björnsdóttur yfirdýralækni hrossasjúkdóma vegna flensunnar sem geysaði á síðasta ári. Nokkur umræða hefur átt sér stað í kjölfar þess að eitt og eitt hross hefur verið með einkenni veikinnar. Svar Sigríðar er fremur hughreystandi og gefur von um að faraldurinn muni ekki lama hrossastofninn að nýju. Svarið sem ég fékk …

Hestapestin Read More »

90. ársþing UMSE

90. ársþing UMSE var haldið í dag 5. mars að Þelamörk. Fyrir hönd Funa sátu þingið þær Kristín Thorberg og Edda Kamilla Örnólfsdóttir. Funi á rétt til að senda þrjá fulltrúa á þingið. Anna Kristín Árnadóttir lét af störfum sem gjaldkeri UMSE og Edda Kamilla var kjörin sem varamaður í stjórn. Anna Kristín Friðriksdóttir (Hringur) …

90. ársþing UMSE Read More »

Gæðingadómaranámskeið

Þá líður senn að námskeiðum í gæðingadómum, þau verða haldin sem hér segir samkvæmt heimasíðu Landsambandshestamannafélaga. Upprifjunarnámskeið haldið á Hólum, þriðjudaginn 30.mars kl 17:00 – stundvíslega. Nýdómaranámskeið haldið á Hólum, 29. – 31. mars Landsdómaranámskeið haldið á Hólum, 29. – 31. mars – ef næg þátttaka fæst. Fræðslunefnd hvetur sem flesta félagsmenn að sækja námskeiðin. …

Gæðingadómaranámskeið Read More »