Folaldasýning Náttfara 2011-úrslit


Fegurðardís frá Draflastöðum (fleiri myndir inni á myndasíðu)

Glæsilegri folaldasýningu lauk um kl. 22.30 í gærkveldi sem haldin var í Top Reiter reiðhöllinni á Akureyri og voru 42 folöld skráð 18 hestar og 24 hryssur og engin forföll. Byrjað var að fordæma seinnipartinn fyrir sköpulag og síðan kl. 20.00 voru þau metin fyrir hreyfingar og ganglag. Hlé var gert eftir að öll folöld höfðu sýnt sig og sannað og á meðan dómari reiknaði út stigin komu fram 1. verðlauna stóðhesturinn Friðrik x frá Vestri-Leirárgörðum, setin af eiganda sínum Auðbirni Kristinssyni. En vinningshafi efsta hestfolaldsins hlaut einmitt folatoll undir Friðrik x. Þar næst komu tvær hryssur úr ræktun Jóns Elvars stórbónda á Hrafnagili Hálfmósa undan Gusti frá Hóli, setin af Þorbirni Matthíassyni ( Lúlla ) og Perlu frá Hrafnagili og systir hennar Hrönn frá Hrafnagili undan Flótta frá Borgarhóli og hana sýndi Þórhallur D. Pétursson ( Tóti ). Loka atriðið voru svo þrjár systur, heimasæturnar í Hólakoti sem sýndu 3 hross. María Björk reið hryssunni Svölu frá Enni, Anna Kristín sat stóðhestinn Friðrik x sem áður hafði komið fram og síðast en ekki síst sat Auður Karen hryssuna sína Maren frá Vestri-Leirárgörðum.
Áhorfendur kusu glæsilegasta folaldið og hryssan Staka frá Steinsstöðum hlaut langflest atkvæði, enda glæsihryssa þar á ferð sem einnig bar sigur úr býtum í hryssu flokknum. Staka er undan Gígjarssyninum Bessa frá Skriðu, en móðir Bessa er undan Kjarki frá Egilsstaðabæ. Spennandi foli þar á ferð. Eigendur af Stöku eru þau Þór Jónsteinsson og Sigríður Sverrisdóttir í Skriðu. Þess má einnig geta að hestfolaldið í öðru sæti, Stuðull frá Steinsstöðum er líka undan Bessa frá Skriðu og eru Þór og Sigga einnig eigendur af honum. Folatollur undir 1. verðlauna stóðhestinn Font frá Feti gefin af eigenda hans Þórhalli D. Péturssyni fengu eigendur glæsilegasta folaldsins og folatollur undir 1. verðlauna stóðhestinn Hrym frá Hofi gefandi Jón Elvar Hjörleifsson var gefinn fyrir efstu hryssuna og eins og áður segir var það hryssan Staka frá Steinsstöðum sem bar sigur úr býtum. Eigendur folaldann geta svo í næstu viku fengið afrit af dómablöðum sinna folalda og eiga að hafa samband við Ester í síma 466-3140 eða á netfangið esteranna@internet.is ef áhugi er fyrir því.
Við þökkum öllum sem voru til aðstoðar á meðan að sýningunni stóð.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá sýningunni.

Nánari úrslit koma hér en auk folatollanna voru veittir verðlaunapeningar fyrir 3 efstu sætin.

Hestar

1. Sæti:
Seðill frá Hrafnagili ( grár )
F: Auður frá Lundum 2
M: Keila frá bjarnastaðahlíð
Ræktandi Jón Elvar Hjörleifsson
Eigandi Hrafnagil ehf.

2. Sæti
Stuðull frá Steinsstöðum ( brúnblesóttur )
F: Bessi frá Skriðu
M: Hryssa frá Steinsstöðum
Ræktandi Fákurinn ehf.
Eigandi Þór Jónsteinsson og Sigríður Sverrisdóttir

3. Sæti
Geysli frá Akureyri ( brúnlitföróttur )
F: Dufgus frá Vallanesi
M: Frostrós frá Norðurhjáleigu
Ræktandi/eigandi Sigurður Sveinn Ingólfsson

Hryssur

1. Sæti
Staka frá Steinsstöðum ( brúnstjörnótt )
F: Bessi frá Skriðu
M: Ása frá Steinsstöðum
Ræktandi/eigandi Þór Jónsteinsson og Sigríður Sverrisdóttir

2. Sæti
Fegurðardís frá Draflastöðum ( brún )
F: Prins frá Úlfljótsvatni
M: Lilja frá Æsustöðum
Ræktandi/eigandi Tobías Sigurðsson

3. Sæti
Glódís frá Litlu-Giljá ( rauðblesótt/glófext )
F: Þeyr frá Vindási
M: Mjóblesa frá Litlu-Giljá
Ræktandi Steingrímur Ingvarsson
Eigandi Sigurður Sveinn Ingólfsson

Glæsilegasta folaldið valið af áhorfendum

Staka frá Steinsstöðum ( brúnstjörnótt )
F: Bessi frá Skriðu
M: Ása frá Steinsstöðum
Ræktandi/eigandi Þór Jónsteinsson og Sigríður Sverrisdóttir

Við þökkum þáttökuna
f.h Náttfara
Auðbjörn Kristinsson
Ester Anna Eiríksdóttir
Jón Elvar Hjörleifsson

Deila: