Fræðslufyrirlestur

Fimmtudagskvöldið 1. desember verður fræðslufyrirlestur Funa haldinn að Funaborg kl. 20:30, húsið opnar kl. 20:00. Að þessu sinni verður það Brynjar Skúlason bóndi í Hólsgerði sem mun fjalla um BSc ritgerð sína í hestafræðum. Ritgerðin ber heitið Vöxtur og þroski íslenska hestsins og mun Brynjar fjalla um: • Hvernig hestar vaxa eftir mismunandi skrokkhlutum • …

Fræðslufyrirlestur Read More »

Félagsfundur

Félagsfundur verður haldinn Í Funaborg sunnudaginn 27. nóvember kl. 20.30. Fjallað verður um umsókn Funa um LM 2014 og tekin ákvörðun varðandi umsókn um LM 2016. Farið verður yfir félagsstarfið á árinu og rætt um komandi starfsár. Félagar fjölmennum í Funaborg og höfum áhrif á stefnumótun Funa. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin

Tilkynning til allra nefnda

Í desember mun fræðslunefnd senda út könnun líkt og í fyrra. Þær nefndir sem vilja taka þátt í könnuninni eru beðnar um að senda spurningar sínar á netfangið eddakamilla@hotmail.com fyrir 15. desember. Könnunina frá því í fyrra má finna undir eldri fréttir. F.h. fræðslunefndar Edda Kamilla

Uppskeruhátíð Léttis og Funa

Uppskeruhátíð Léttis og Funa, Haldin í Jaðri (golfskálanum) laugardagskvöldið 12.nóvember. Húsið opnar kl 19:30 með fordrykk Borðhaldið hefst kl 20:00 Hlaðborð, Spænskur saltfiskur Kjúklingur í svepparjóma Moðsteikt Lambalæri og meðlæti Kaffi Hljómsveitin Í sjöunda himni leikur fyrir dansi Happdrætti, viðurkenningar og tóm gleði Miðaverð kr 5500 Þú tekur með þér drykkjarföng Miðasala er í Fákasporti …

Uppskeruhátíð Léttis og Funa Read More »

Fræðslufyrirlestur – Gestur Páll

Mynd fengin af http://www.hestabladid.is/frett/66786/ Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður Gestur Páll Júlíusson dýralæknir með fræðslufyrirlestur í Funaborg. Gestur mun fara yfir helstu atriðin sem huga þarf að hvað varðar heilsufar hesta yfir haust og vetrartímann. Funaborg opnar kl. 20 og fyrirlesturinn hefst kl. 20:30. Fyrirlesturinn er öllum opinn og frítt inn. Að sjálfsögðu verður heitt á …

Fræðslufyrirlestur – Gestur Páll Read More »