Forsíða
Fræðslufyrirlestur 5. janúar 2012
Fimmtudaginn 5. janúar verður fræðslufyrirlestur í Funaborg með Jóhanni Friðgeirssyni reiðkennara. Jóhann hefur áratuga reynslu af reiðkennslu, ræktun, tamningum og sýningum bæði hér heima og erlendis. Jóhann mun fjalla um ábendingar knapa og skilaboð þeirra til hestsins. Jóhann mun svara fyrirspurnum úr sal og því tilvalið tækifæri til að fá góð ráð frá fagmanninum. Funaborg …
Yfirlýsing frá Stjórn Funa
Stjórn Funa gerir alvarlega athugasemd við vinnubrögð stjórnar LH við úthlutun landsmótanna 2014 og 2016. Á sama tíma og umsókn hestamannafélagsins Funa um Landsmót 2016 er talin veik þá er ákveðið að mótið skuli haldið á Vindheimamelum þrátt fyrir að formleg umsókn liggi ekki inni frá staðarhöldurum þar. Komið hefur fram í fjölmiðlum að stjórn …
Vinnubrögðum stjórnar LH mótmælt
Hestamannafélagið Funi í Eyjafirði gagnrýnir harðlega ákvörðun stjórnar LH um að velja landsmóti stað á Gaddstaðaflötum 2014 og Vindheimamelum 2016. Tillaga um að hafa tvö landsmót á Suðurlandi á móti einu á Norðurlandi var rædd og hafnað af formannafundi LH og aðalfundi Félags hrossabænda 2011. Æðsta samkoma LH er ársþing og þar á eftir koma …
Landsmót – 2014?
Stjórn Funa ásamt sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar, Akureyrarstofu og markaðsstofu Norðurlands áttu ánægjulegan fund með stjórn LH og LM. Þar kynntu aðilar sín sjónarmið og lögðu áherslu á að þetta væri verkefni sem Eyfirðingar ætluðu að standa að sem samfélag. Reynsla Eyfirðinga af Handvershátíðinni hefur gefið okkur reynslu sem nýtist þegar taka á við miklum fjölda gesta. …
Léttir lýsir yfir stuðningi við Landsmót á Melgerðismelum
Á liðnum aðalfundi Hestamannafélagsins Léttis var ákveðið að draga til baka umsókn félagsins varðandi Landsmót 2014 á Akureyri og ákveðið var að sækja ekki um fyrir árið 2016. Hins vegar ákvað aðalfundur að lýsa yfir stuðningi við umsókn Funa varðandi Landsmót á Melgerðismelum 2014. Nánar má lesa um frétt á heimasíðu Eiðfaxa.
Fréttaskot stjórnar af starfi Hestamannafélagsins Funa
Funaborg hefur verið mikið í útleigu og notkun í sumar og nettótekjur komnar yfir 600 þús. þökk sé duglegri húsnefnd, tryggð sveitunga og félaga við húsið og svo auðvitað sífellt betra húsnæði. Kvenfélagið Hjálpin lagði til efni og saumaði gardínur í stóra salinn sem hefur auðvitað gjörbreytt útliti hans. Í sumar var sett upp stór …
Fréttaskot stjórnar af starfi Hestamannafélagsins Funa Read More »