Forsíða
Járningarnámskeið – Gestur Páll
Gestur Páll Júlíusson dýralæknir og járningarmeistari verður með járningarnámskeið dagana 3 – 4 febrúar. Námskeiðið hefst með bóklegri kennslustund í Funaborg á föstudagskvöldinu kl. 20:00, stundvíslega. Á laugardeginum verður verkleg kennsla haldin í hesthúsinu að Hólshúsum. Verklegri kennslu verður hagað með þeim hætti að nemendur verða paraðir tveir og tveir saman og skipt upp í …
Tilkynning frá Náttfara
Folalda- og ungfolasýning Hrossaræktarfélagsins Náttfara verður í Melaskjóli, Melgerðismelum, laugardaginn 28. janúar 2012. Hrossin verða sköpulagsskoðuð frá kl. 10 og hlaupaæfingar hefjast kl. 13. Eyþór Einarsson mun stýra dómshaldi. Skráningar berist til Þorsteins á Grund um tölvupóst í netfangið theg@isor.is fyrir lok fimmtudagsins 26. janúar. Skrá þarf nafn og fæðingarnúmer hrossa ásamt símfangi umráðamanns. Kveðja …
Járningarnámskeið
Mynd fengin af hestabladid.is Dagana 3. og 4. febrúar verður Gestur Páll járningarmeistari og dýralæknir með járningarnámskeið. Nú er um að gera að taka dagana frá og skella sér á námskeið. Verkalýðsfélög á borð við Einingu-Iðju greiða niður námskeiðiskostnað fyrir félagsmenn sína. Námskeiðið verður nánar auglýst síðar Fræðslunefnd Funa
Hestadómarinn
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands að Hvanneyri í samstarfi við Gæðingadómarafélag LH og Íþróttadómarafélag LH mun bjóða upp á námskeiðið Hestadómarinn. Námskeiðið er hugsað fyrir starfandi dómara, fólk sem vill gerast dómarar og einnig fyrir hinn almenna hestamann sem vill bæta við þekkingu sína. Verkalýðsfélög á borð við Einingu-Iðju greiða niður námskeiðiskostnað fyrir félagsmenn sína. Nú er …
Fræðslufyrirlestur Jóhanns Friðgeirssonar
Á myndinni eru þau Rósa Hreinsdóttir (Halldórsstöðum), Birgir Stefánsson (Litla-Garði) og Ágúst Ásgrímsson (Kálfagerði). Á fræðslufyrirlestrinum þann 5. janúar fræddi Jóhann Friðgeirsson okkur um ábendingar knapa og viðbrögð hestsins við þeim. Jóhann hefur starfað við reiðkennslu, tamningar, sýningar og í raun allt það sem fellur til við hestamennskuna áratugum saman. Síðustu 20 árin hefur hann að mestu kennt í …