Fræðslufyrirlestur Jóhanns Friðgeirssonar

Á myndinni eru þau Rósa Hreinsdóttir (Halldórsstöðum), Birgir Stefánsson (Litla-Garði) og Ágúst Ásgrímsson (Kálfagerði).

Á fræðslufyrirlestrinum þann 5. janúar fræddi Jóhann Friðgeirsson okkur um ábendingar knapa og viðbrögð hestsins við þeim. Jóhann hefur starfað við reiðkennslu, tamningar, sýningar og í raun allt það sem fellur til við hestamennskuna áratugum saman. Síðustu 20 árin hefur hann að mestu kennt í Svíðþjóð við góðan orðstír. Við skulum heyra hvað fólkið í salnum hafði um fyrirlesturinn að segja;

„Frábær og hnitmiðuð framsaga. Besti fyrirlesturinn sem ég hef farið á, maður gleypti í sig viskuna eins og þorskur í loðnutorfu. Jói hélt einbeitingunni hjá manni allan tímann.“

– Ágúst Ásgrímsson, Kálfagerði –

Gaman að fá tækifæri til að hlusta á jafn reyndan mann og hann Jóa. Mann sem man tímana tvenna. Einnig var skemmtilega fróðlegt að heyra um reynslu hans erlendis, það veitti manni aukið víðsýni.

– Rósa Hreinsdóttir, Halldórsstöðum –

Fyrirlesturinn var vel sóttur og þurfti bæta við borðum svo allir fengu sæti. Fræðslunefnd þakkar Jóa kærlega fyrir komuna og að hafa gefið okkur eyfirðingum af tíma sínum.

F.h. fræðslunefndar

Edda Kamilla

Deila: