Opin gæðingakeppni Léttis og úrtaka fyrir LM
Opin Gæðingakeppni Léttis verður haldin á Hlíðarholtsvelli 11-12. júní.
Léttisfélagar athugið að hesteigendur þurfa að vera búnir að greiða árgjöld sín í félaginu. Einungis hestar skuldlausra Léttisfélaga geta tekið þátt í keppninni. Hestar eiganda með ógreidd árgjöld verða skrikaðir út á laugardagsmorgun. Senda þarf kvittanir fyrir greiddum árgjöldum á lettir@lettir.is
Skáningargjald er 4000 kr. á hest og er skráning ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.
Skráningu líkur á miðnætti þriðjudaginn 7. júní og er á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add
Mótið er úrtaka fyrir landsmót fyrir Léttir, Funa, Þráinn, Þjálfa, Grana og Gnýfara
Allar fyrirspurnir og breytingar á skráningum þurfa að berast á lettir@lettir.is að lágmarki klukkustund áður en greinin byrjar.
Ef skráning er dræm áskiljum við okkur rétt á að ljúka mótinu á laugardeginum.
Afskráningar sem berast eftir að ráslisti hefur verið birtur verða ekki endurgreiddar nema gegn framvísun læknisvottorðs.
Stjórn Léttis og Skeiðvallanefnd.