TREC mót

Æskulýðsnefnd Funa stendur fyrir TREC móti næstkomandi laugardag, 25. júní, kl. 12:00.

13010258_10207525335669294_648265649_o

16 krakkar í hestamannafélaginu hafa verið á námskeiði í vor og sumar og munu spreyta sig á mótinu. 2 pollar eru skráðir til leiks, 7 börn og 7 unglingar. Byrjað verður á þeim yngstu og mun dagskráin teygja sig fram eftir degi.

Auk þess sem við hvetjum fólk til að mæta og líta á hvað unga fólkið okkar hefur náð góðum tökum á hrossunum sínum þá viljum við einnig bjóða upp á opinn flokk þar sem hver sem er má spreyta sig – óháð hestamannafélagi eða fyrri reynslu af þessari keppnisgrein. Skorum við þó sérstaklega á foreldra þeirra barna sem eru að fara að keppa og einnig þá sem hafa áður verið á TREC námskeiði! Hægt verður að æfa sig á brautinni í dag, á morgun, eða á föstudag fyrir kl. 12:00 eða eftir kl. 19:00 en krakkarnir munu æfa sig á TREC brautinna frá kl. 12-19 á föstudeginum.

Skráningargjald í opinn flokk verður litlar 1.000 kr. og þeir sem hafa áhuga á að taka þátt mega hafa samband við Önnu Sonju, sem jafnframt verður dómari, í síma: 846-1087 eða netfang: annasonja@gmail.com eða bara í eigin persónu eða á fésbókinni 🙂

Athugið að félagsheimilið er í útleigu fyrir ættarmót þennan dag en við höfum þó fengið leyfi hjá því ágæta fólki til að nota salernisaðstöðuna 🙂 Annars verðum við bara með okkar aðsetur í hesthúsinu og mun verðlaunaafhending fara þar fram að keppni lokinni.

Deila: