Stórmót Hrings

 

Helgina 21.-23. ágúst mun mótanefnd Hrings standa fyrir opnu íþróttamóti á Hringsholtsvelli. Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur. Keppt verður í eftirfarandi greinum:

Tölti (T3) opnum flokki, 1. flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki

Fimmgangi (F1), opnum flokki, 1. flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki

Fjórgangi (V2), opnum flokki, 1. flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki

100m skeiði

150m skeiði

250m skeiði

Gæðingaskeiði

Í skeiðgreinum verður rafræn tímataka.

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og lýkur skráningu miðvikudaginn 19. ágúst kl 20.00.

Skráningargjöld skulu greidd inn á reikning félagsins fyrir miðvikudaginn 19. ágúst kl 20.15 og send staðfesting á netfangiðsævaldur.gunnarsson@promens.com , skýring: mótagjald.

Skráningargjöld: kr. 2500 fyrir fyrstu skráningu kr. 1500 fyrir næstu skráningar pr.knapa í opnum flokki en kr. 1500 hver skráning hjá ungmennum, unglingum og börnum.

Upplýsingar vegna greiðslu skráningargjalda:

Kennitala félagsins: kt. 540890-1029 Reiknisnúmer: 1177-26-175 .

 

Mótanefnd áskilur sér rétt að fella niður flokka vegna dræmrar þátttöku.

Mótanefnd Hrings.

Deila: