Melgerðismelar 2015 og gæðingakeppni Funa

Nú er hafin skráning á opið stórmót hestamanna á Melgerðismelum, en það verður haldið næstu helgi, nánar tiltekið 15. og 16. ágúst. Mótið er jafnframt gæðingakeppni Funa.

Keppt verður í A- og B-flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki og fyrirkomulagið verður þannig að sérstök forkeppni fer fram með þrem keppendum inni á vellinum í einu.
Þá verður keppt í tölti T3 með tvo keppendur inni á velli í forkeppni.
Í kappreiðum verður keppt í 100 m flugskeiði, 150 m skeiði og 250 m skeiði, 300 m stökki og 300 m brokki.
Peningaverðlaun verða í boði í kappreiðunum, 1. verðlaun 15. þús., 2. verðl. 10 þús. og 3. verðlaun 5 þús. kr.
Félagið áskilur sér rétt til að fella niður greinar ef þátttaka verður ekki næg.
Skráningargjald er kr. 2.500- fyrir hverja grein, en skráning fer fram á vefnum á slóðinni http://skraning.sportfengur.com/ en þar þarf að velja félag Funa, fylla út skráninguna, setja í vörukörfu og velja greiðslu með millifærslu. Greiðsla berist á reikning 0162-05-269390 kt. 470792-2219.
Seinasti skráningar- og greiðsludagur er miðvikudagurinn 12. ágúst og eru keppendur hvattir til að skrá sig snemma til að hægt sé að bregðast við vandamálum sem kunna að koma upp.
Mótanefnd Funa
Deila: