Mývatn Open 2015 verður haldið á tjörninni við Skútustaði laugardaginn 14 mars. Keppt verður í tölti, A og B-flokki. Tveir styrkleikaflokkar verða í öllum greinum, 1. og 2. flokkur. Úrslit verða riðin eftir hvern flokk fyrir sig.
Dagskrá:
10:00 B-flokkur og úrslit ( 2 og 1 flokkur)
Hádegishlé
A-flokkur og úrslit (2 og 1 flokkur)
Tölt og úrslit (2 og 1 flokkur)
Verðlaunaafhending og kaffihlaðborð í Selinu.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Þjálfa 123.is/thjalfi