MÁLSTOFA AUÐLINDADEILDAR

Föstudag 27. febrúar 2014
kl. 12.00 – 13.00
í stofu M203 á Sólborg við Norðurslóð
Háskólinn á Akureyri
Titill: ATFERLI OG FÉLAGSGERÐ ÍSLENSKRA HROSSA Hrefna Sigurjónsdóttir PhD, atferlisfræðingur Prófessor við Háskóla Íslands

[cid:image001.jpg@01D0504F.698AD8D0]

ATFERLI OG FÉLAGSGERÐ ÍSLENSKRA HROSSA

Greint verður frá rannsóknum á félagshegðun íslenska hestsins hér á landi sem höfundur hefur unnið að frá 1996 með íslenskum og erlendum vísindamönnum og stúdentum. Um er að ræða rannsóknir á litlum sem stórum hópum úti við sem eru mismunandi að samsetningu hvað varðar hlutfall kynjanna og aldursflokka. Áhersla hefur verið á að lýsa félagsgerð hópanna, sem einkennist af misstífum virðingaröðum og tengslaneti. Gerð verður grein fyrir rannsóknaraðferðum og helstu niðurstöðum, þ.e. hvaða breytur hafa mest áhrif á félagsgerðina. Breytur sem eru skoðaðar eru stöðugleiki, viðvera stóðhests, aldursdreifing, stærð hópa, árásargirni, fjöldi vina o.fl.
Dr. Hrefna Sigurjónsdóttir er prófessor í líffræði við kennaradeild HÍ (MVS) og kennari við Líf- og umhverfisdeild HÍ (VON). Hrefna lauk BS í líffræði, við Háskóla Íslands 1973, MS í vistfræði við Háskólinn í Wales 1977 og síðan Ph.D í dýraatferlisfræði við Háskólann í Liverpool 1980. Hrefna hefur rannsakað æxlunarhegðun mykjuflugna, æxlunarhegðun bleikju og félagshegðun hesta, og svo hefur hún skrifað námsefni fyrir grunnskóla og fræðigreinar fyrir kennara, m.a. um hugtakaskilning í líffræði.

Allir velkomnir!

Deila: