Keppni í TREC

IMG_7315

Nú er komið að lokahelginni í TREC-inu sem hefur verið í gangi allt frá áramótum. Við erum búin að koma okkur upp fínustu braut á Melgerðismelum og ætlum að enda þetta á keppni í tveimur af þremur hlutum TREC- keppninnar alþjóðlegu. Keppnisdagurinn er sunnudagurinn 31. ágúst á Melgerðismelum og verður keppt í:

Fyrir þáttakendur námskeiðsins er eftirfarandi keppni:
1. Gangtegundakeppni – Keppendur ríða eina ferð fram og til baka í hvorri umferð á 150m braut sem er 2,5m á breidd, alls tvær umferðir og gildir besti tíminn á hvorri gangtegund. Fyrirkomulagið er að keppendur ríða inn brautina eins hægt á stökki og hægt er og svo tilbaka eins hratt á feti og hægt er. Helstu reglur eru þær að ekki má missa hestinn af gangtegundinni og verða keppendur að halda sig innan 2,5m breiddarmarkanna.
Hefst kl: 10:00

Milli gangtegundakeppninnar og þrautabrautarinnar er hin árlega bæjarkeppni Funa sem hefst kl. 13:00

2. Þrautabraut – Keppendur ríða fyrirfram ákveðna braut sem samanstendur af alls kyns verkefnum bæði á baki og í hendi. Reynir á samvinnu manns og hests og eru refsistig ef út á það samstarf bregður. Virkilega spennandi og skemmtileg keppni gjörólík öllu sem við þekkjum áður.
Brautin samanstendur af t.d: Brú sem fara þarf yfir, hindrunarstökk, ríða gegnum hlið án þess að sleppa af því hendinni og margt fleira .
Hefst kl: 15:00


IMG_7304

Fyrir áhugasama nýliða í TREC eða þáttakendur námskeiðsins með aðra hesta en hafa farið gegnum námskeiðið er í boði:
1. Þrautabrautin með sama fyrirkomulagi og hér fyrir ofan, opinn tími verður á laugardeginum kl.14:00 opinn öllum sem hafa áhuga að taka þátt í opnu keppninni.

Þátttakendur eru beðnir að senda skráningu á asdishelga@gmail.com fyrir miðnætti á fimmtudagskvöld.

Þátttökugjald í opnum flokki verður kr.1000.

Þetta verður gríðarspennandi og skemmtileg keppni og fólk hefur æft sig mikið á árinu til að ná árangri.

IMG_7280

Deila: