Úrtaka fyrir landsmót

Úrtaka fyrir landsmót verður haldin sameiginlega fyrir Funa, Hring, Létti og Þjálfa undir stjórn Léttis.
Haldnar verða 2 úrtökur, 5. júní og líklega 19. júní og verða þær á Hlíðarholtsvelli á Akureyri.
A.T.H. að í þetta sinn verður einungis riðin forkeppni. Líklega verða riðin úrslit í seinni úrtökunni.
Þeir hestar sem ekki geta mætt núna en ætla að mæta í seinni úrtökuna verða að skrá sig fyrir þessa úrtöku þar sem þetta er sama mótið og ekki hægt að bæta við keppendum eftir að mótið hefst.
Takið fram í skráningunni í hvora úrtökuna verið er að skrá í (einnig má keppa í báðum úrtökunum og hærri einkunn gildir).
Skráning fer fram á lettir@lettir.is Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Við skráningu þarf að koma fram, IS númer hests, kt. knapa, kt. eiganda, keppnisgrein, og í hvora úrtökuna er verið að skrá. Síðasti skráningadagur er sunnudagurinn 30. maí.
Skráningagjald er 1.500 kr. fyrir hverja grein (ef keppt er í báðum úrtökunum þarf að greiða fyrir þær báðar).
Síðasti greiðsludagur skráningagjalds er 1. júní og leggst inn á reikning 0302 – 26 -15840 kt: 430269-6749 og setja nafn hests sem skýringu. Ef skráningagjald er ógreitt eftir 1. júní er skráningin ógild (A.T.H. aðeins er verið að greiða fyrir fyrri úrtökuna í þetta sinn).
Keppt verður í:
A flokki gæðinga
B flokki gæðinga
Barna-, unglinga- og ungmennaflokki
Tölti, barna, unglinga , ungmenna og fullorðinsflokki.
100m skeiði.
Léttir áskilur sér rétt til að fella fyrri úrtökuna niður ef ekki verður næg þátttaka.

Deila: