Átta krakkar frá Funa tóku þátt í sýningunni Æskan og hesturinn sem haldin var í Léttishöllinni á Akureyri sl. laugardag. Atriðið þeirra var mótað út frá TREC íþróttinni sem þau hafa lagt stund á í vetur, flest alveg síðan í janúar. Stóðu þau sig með sannri prýði og voru félaginu til sóma að vanda 🙂 Þeir sem misstu af þessari flottu reiðhallarsýningu fá hér fyrir neðan tækifæri til að sjá atriðið þeirra. Einnig er búið að setja inn myndir úr atriðinu í myndaalbúm sem finna má til vinstri hér á síðunni.
Verði ykkur að góðu.