Ungir knapar á Norðurlandi sýna listir sínar á hestum.
Stórsýningin Æskan og hesturinn verður haldin í Léttis höllinni á Akureyri laugardaginn 3. maí og hefst sýningin kl. 14.00. Þar munu ungir knapar á Norðurlandi leika listir sínar. Frítt er á sýninguna og allir hjartanlega velkomnir.