Ný og spennandi tækifæri fyrir hestaunnendur
Laugardaginn 7. des. kl. 14:00 verður Sigurður Ævarsson, varaformaður LH, með kynningu í Funaborg á nýrri grein hestaíþrótta hérlendis sem nefnist TREC. Greinin er upphaflega hönnuð sem próf fyrir leiðsögumenn á hestum og byggist að verulegu leyti á að leysa þrautir á hestum og víðavangshlaupi. Þetta er stór alþjóðleg keppnisgrein og íslenski hesturinn hefur staðið sig vel í slíkum keppnum. Það er í senn krefjandi, lærdómsríkt og skemmtilegt að kenna hestum að leysa ólíkar þrautir og styrkir samband manns og hests. Funi hyggst bjóða uppá námskeið í þessari grein strax í janúar 2014. Allir áhugasamir eru eindregið hvattir til mæta og kynna sér þessa nýju grein hérlendis.
Allir velkomnir innan félags sem utan. Stjórn Funa
Nokkrir áhugaverðir tenglar:
http://www.lhhestar.is/is/moya/news/evropumot-yngri-keppenda-i-trek
http://www.lhhestar.is/is/moya/news/trec-a-islandi
http://www.eidfaxi.is/frettir/90960/