Hestamannafélagið Funi heldur félagsfund í Funaborg föstudaginn 22. nóvember kl. 20:00. Umræðuefnið er drög að starfsáætlun félagsins 2014 og að sjálfsögðu verður einnig hægt að ræða önnur mál sem brenna á félagsmönnum. Boðið verður uppá súpu og brauð í upphafi fundarins. Endilega mætið sem flest til að hafa áhrif á störf félagsins 2014 og eiga notalega kvöldstund saman.
Stjórnin