Ungmennasamband Eyjafjaðar, í samstarfi við Æskulýðsvettvanginn, mun
standa fyrir námskeiðinu „Verndum þau“ á Dalvík og Hrafnagili.
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem koma að uppeldi barna og ungmenna.
Farið verður yfir hvernig bregðast eigi við vanrækslu og/eða ofbeldi
gegn börnum og unglingum. Námskeiðið er byggt á bókinni Verndum þau.
Á námskeiðinu verður farið yfir:
• Tilkynningaskyldu starfsmanna sem vinna með börnum og unglingum.
• Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar.
• Úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru
þolendur ofbeldis.
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
13. nóvember Dalvíkurskóli, kl. 16:30-19:30
14. nóvember Félgagsborg á Hrafnagili kl. 16:30-19:30
Skráning fer fram í tölvupósti: umse@umse.is og í síma: 868-3820
Skráningarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 12. nóvember.
Meðfylgjandi eru auglýsingar sem tilvalið er að áframsenda eða prennta
út og hengja upp.Verndum þau – Hrafnagil 14.nov
Við hvetjum sem flesta til þess að skrá sig og mæta á námskeiðið.
Frekari upplýsingar veitir skrifstofa UMSE
—
Kveðja,
Þorsteinn Marinósson
Framkvæmdastjóri UMSE
Búgarði, Óseyri 2
603 Akureyri
Sími. 460-4477, 460-4465
Fax: 460-4478
GSM: 868-3820
umse@umse.is
www.umse.is