Melgerðismelar 2012 í ágúst

Eins og undanfarin ár verður stórmót á Melgerðismelum þriðju helgina í ágúst, sem er núna 18. og 19. ágúst. Keppt verður í öllum flokkum gæðingakeppni, tölti og kappreiðar verða í öllum skeiðgreinum, brokki og stökki ef næg þátttaka fæst. Eins gott  að halda kappreiðahrossunum í þjálfun því búast má við peningaverðlaunum eins og endranær.

Deila: