Fjöldi félagsmanna mætti á Melgerðismela nýliðna helgi og vann að ýmsum umhverfismálum. Farið var í almenna tiltekt kringum hesthús og félagsheimili. Nær allt grænt tréverk var lagfært eftir þörfum og málað. Gengið var frá nýju gleri og listum í stóra salnum og unnið að lagfæringu rétta við norðurhólf.
Á fjórða tug manna mættu í grill og reiðtúr um kvöldið í frábæru veðri og áttu notalega kvöldstund saman. Á sunnudeginum reið síðan stór hópur frá Melgerðismelum í Saurbæjarkirkju og fóru í heimilislega messu undir stjórn Hannesar Blandon. Afkomendur Daníels og Gunnhildar gáfu kirkjunni altarisdúk saumaðan af Ingu Sigrúnu Ólafsdóttur.
Takk fyrir vinnusama og skemmtilega helgi. Stjórn Funa