Reiðtúr að skriðunni í Torfufellsdal
Hestamannafélagið Funi stendur fyrir reiðtúr að skriðunni inná Torfufellsdal laugardaginn 14. júlí kl. 11:00. Um er að ræða léttan reiðtúr eftir frábærum reiðgötum í fylgd með heimamönnum. Áætlaður ferðatími er 4 klst. Lagt verður af stað frá Torfufelli. Allir hestfærir einstaklingar velkomnir með í ferðina. Stjórn og ferðanefnd Funa