Laugardaginn 7. júlí:
• Vinnudagur 13-17: Vinnudagur verður á Melgerðismelum milli kl. 13-17. Farið verður í almenna tiltekt, málningarvinnu, girðingarvinnu og smíðavinnu. Gott væri ef menn tækju með smáverkfæri í samræmi við þessi verkefni.
• Grill 19-20: Um kvöldið verður grill frá 19-20. Funi sér um meðlætið og að hafa grillið heitt, hver og einn tekur með sér kjöt að eigin vali.
• Reiðtúr 20:30-22: Að loknum kvöldmat verður sameiginlegur reiðtúr á Melgerðismelum frá kl. 20:30 – 22:00.
Sunnudaginn 8. júlí:
• Messureið. Riðið verður frá Melgerðismelum til messu í Saurbæjarkirkju. Haldið verður frá Melgerðismelum kl. 12:00 stundvíslega. Messan hefst kl. 13:00.
Vonumst til að sjá sem flesta. Allir velkomnir. Stjórn og ferðanefnd Funa.
Ath. að fyrirhuguð Bæjakeppni þessa helgi hefur verið frestað fram í ágúst.