Hestamannafélögin á stórhöfuðborgarsvæðinu Andvari, Gustur, Hörður, Fákur, Sörli og Sóti hafa skipulagt fjölbreytta dagskrá á Hestadögum í Reykjavík 28.mars til 2.apríl þar sem allir landsmenn ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Laugardaginn 2.apríl ættu hestamenn að taka sérstaklega frá því þá verður mikið um dýrðir. Dagskráin hefst með skrúðgöngu hestamannafélaganna upp Laugaveginn og sem leið liggur í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn í Laugardal. Þar verður sett upp „Hestaþorp“ með fjölbreyttri dagskrá, gangtegundasýning, járningasýning, hestateymingar, ýmislegt handverk verður boðið til sölu og margt fleira. Lokapunktur hátíðarinnar verður ístöltið „Þeir allra sterkustu“ sem fer fram í Skautahöllinni í Reykjavík laugardagskvöldið 2.apríl. Þar munu margir af sterkustu knöpum og hestum mæta til leiks.
Þeir aðilar sem hafa áhuga á að vera með í Hestaþorpi á laugardeginum 2.april hafið samband við Ingibjörgu á straumver@gmail.com
Dagskrá Hestadaga í Reykjvík má finna á www.hestadagar.is