Þá höfum við kynnt fyrsta nýliðann í stjórn, Val Ásmundsson. En nú er komið að manninum sem hreppti gjaldkerastólinn á síðasta aðalfundi.
Hvað heitir maðurinn? Brynjar Skúlason
Hvaðan kemur hann og hvar býr hann? Frá Lynghóli í Skriðdal á Fljótsdalshéraði, þeir sem koma þaðan eru líka kallaðir hérar.
Hver er uppáhalds maturinn þinn? Steikt lifur
Hver er mesti gæðingur allra tíma? Móalingur
Hver er eftirlætis bókin? Jón Arason e. Gunnar Gunnarsson
Reynitré eða Aspir? Bæði
Hvað á Rósa á Halldórsstöðum mörg hross? A.m.k. 150
Nú er Valur vanur að klæða reiðhallir að innan, ertu búinn að ná honum með afgansefnið frá Hólshúsum inn í Melaskjól? Nei, ennnnnnnnnnnnnn góð hugmynd.
Nú hefur það verið sagt að varamennirnir í stjórn tali gjarnan einu máli, muntu leggja það til að Þorsteinn fái sér rauðar strípur? Þarf að hugsa þessa betur
Og að lokum, hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? Slökkvuliðsmaður