Í nærmynd

Þá er síðasti nýliðinn í stjórn, þetta árið, kominn í nærmynd. En hann vermir varamannabekkinn ásamt Ágústi vini sínum.

Hvað heitir maðurinn?
Þorsteinn Egilson. Vinir mínir segja að á milli atriða sé það Egilsoff

Hvaðan kemur hann og hvar býr hann?

Uppalinn á Egilsstöðum á Héraði en verið heimilisfastur á Grund síðan 1991

Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Íslenzk villibráð s.s. lamb, önd, rjúpa og gæs.

Hver er mesti gæðingur allra tíma?
Í mínum huga er það Gustur frá Finnsstöðum. Afburða ganghestur í eigu föður míns er við bjuggum fyrir austan.
Við sigruðum t.d. 1500m brokkið á fyrsta fjórðungsmótinu á Melgerðismelum, 1976!!

Hver er eftirlætis bókin?

The Steam and Condensate Loop

Egils… eða Víkning?
Carlsberg

Kann Valur til verka í girðingarvinnu?

Spurðu Ásdísi

Munt þú leggja það til við Brynjar að framtíðar stjórnarfundir verði haldnir í Hólsgerðislauginni?
Nei, nei, það hlýtur að koma heitur pottur á Hólshúsum

Þegar Ágúst mætir með gítarinn, þá syngur þú?
Nei, ef Ágúst mætir með gítarinn þá spila ég

Og að lokum, hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór?

Halda áfram að vera lítill

Deila: