Mótið er einungis ætlað konum 17 ára og eldri og hefst kl. 14:00. Skráningargjöld eru frjálst framlag og renna óskert til Krabbameinsfélags Íslands til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.
Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Við hvetjum því knapa og áhorfendur að klæðast bleiku í tilefni dagsins og sýna samstöðu.
Bleika slaufan verður afhent við inngang Reiðhallarinnar.
Skráningu skal senda á netfangið ddan@internet.is Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. þar sem fram kemur IS númer hests, keppnisflokkur, kennitala knapa og upp á hvora hönd riðið er. Einnig verður tekið á móti skráningum í gegnum síma, 893-3559 (Drífa) og 660-1750 (Laufey).
Síðasti skráningardagur er 16. febrúar.