Hvað heitir maðurinn? Valur Ásmundsson
Hvaðan kemur hann og hvar býr hann? Eftir þriggja ára dvöl í Póllandi flutti ég i í Hólshús en er fæddur og uppalinn á Akureyri.
Hver er uppáhalds maturinn þinn? Feitur lambahryggur á tyllidögum en saltfiskur með hamsatólg hvunndags.
Hver er mesti gæðingur allra tíma? Erfitt að dæma það en af þeim hrossum sem ég hef riðið er það Sædís okkar. Hún fór í fyrstu verðlaun fjögurra vetra gömul, rúm og fjörug alhliða hryssa.
Hver er eftirlætis bókin? Á allar knapamerkjabækurnar – glugga mest í þær þessa dagana.
Samherji eða Ísfélagið? Vissulega Samherji en bæði góð.
Hvort er betra, ræktunin í Hólsgerði eða Hólshúsum? Tíminn leiðir það í ljós.
Hver er fituprósentan? Fitan hefur nært þessa þjóð.
Er Þorsteinn nógu tanaður til að vera í stjórn? Tan, þýðir það ekki þind? Hann er jú þindarlaus.
Og að lokum, hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? Glaður faðir og hestamaður í fallegri sveit.