Æskulýðsdagar Norðurlands

Æskulýðsdagar Norðurlands er fjölskylduhátíð fyrir alla hestakrakka á Norðurlandi og er haldin á Melgerðismelum þriðju helgina í júlí ár hvert. Léttleiki og gleði er þar í fyrirrúmi og allir hestfærir krakkar geta þar fundið eitthvað við sitt hæfi. Kappkostað er við að bjóða upp á sem fjölbreyttasta dagskrá með sem minnstum tilkostnaði fyrir þáttakendur. Því er boðið upp á ókeypis haga fyrir öll hross, ókeypis tjaldstæði við félagsheimilið, ókeypis nesti í reiðtúrnum á laugardeginum og ókeypis grill a.m.k. fyrir krakkana á laugardagskvöldinu.

IMG_2716

Dagskráin er eftirfarandi:

 

Föstudagur:

20:00 Ratleikur á hestum. Mælt er með að foreldrar ríði með þeim yngri og jafnvel teymi undir.

 

Laugardagur:

10:30 Þrautabraut – byrjað á yngstu þáttakendum og endað á þeim elstu.

Hádegismatur (hver sér um sig).

14:30 Lagt af stað í fjölskyldureiðtúr (allir fá nesti í reiðtúrnum). Börn eru á ábyrgð foreldra, sem teyma undir þeim sem ekki ráða alveg við hesta sína.

18:00 Kynt í grillinu og öllum krökkum boðið upp á hamborgara og/eða pylsur.

Varðeldur, sykurpúðar og leikir eftir kvöldmat.

 

Sunnudagur:

10:30 Tímaþraut – ákveðið verkefni leyst á sem stystum tíma.

Hádegismatur (hver sér um sig).

13:30 Frjálsleg hringvallarkeppni með útsláttarfyrirkomulagi (Ath. að þessi keppni er fyrir þá krakka sem hafa tekið þátt í dagskrá helgarinnar, en ekki hægt að mæta aðeins í þessa keppni).

IMG_7280

Deila: