Funamenn athugið


N1 er orðinn einn af stærstu styrktaraðilum Landsmóts og Landssambands hestamannafélaga. Öllum hestamönnum stendur nú til boða að fá N1 kortið með sérkjörum og um leið geta viðkomandi aðilar valið sitt hestamannafélag til þess að styrkja. Hálf króna af hverjum seldum lítra rennur þá sem fjáröflun til viðkomandi félags. Þeir aðilar sem nú þegar hafa N1 kort eru vinsamlega beðnir að senda tölvupóst til LH á hm@landsmot.is með ósk um hvaða hestamannafélag það vill að kortið sitt styrki og mun sú ósk í engu breyta um kjör viðkomandi hjá N1. LH mun síðan koma þeim skilaboðum áleiðis til N1.

Það er því hagur hestamannafélaganna að þeirra félagar noti kortin frá N1 og er þetta mjög góð fjáröflun fyrir félög innan Landssambands hestamannafélaga.

Einnig má geta þess að N1 kortið getur nýst sem enn frekari fjáröflunar fyrir æskulýðsnefndirnar í félögunum eða félögin sjálf. Hvert félag getur skráð einstaklinga innan hestamannafélagsins fyrir N1 korti og af hverju skráðu korti fær það æskulýðsfélag eða félag til sín 800 kr. Hérna er góð leið til þess að styrkja æskulýðs og barnastarf hver félags fyrir sig og/eða hestamannafélagið sjálft.

Endilega nýtið þetta góða tækifæri sem getur verið góð tekjuöflun næstu árin og þess má geta að hver N1 korthafi fær 1000 króna afslátt af hverjum miða inn á Landsmót hestamanna 2011 og 2012.

Allar upplýsingar veitir Hólmfríður hm@landsmot.is
Eða skrifstofa LH 514-4030

Deila: