Melgerðismelar 2015 og gæðingakeppni Funa
Nú er hafin skráning á opið stórmót hestamanna á Melgerðismelum, en það verður haldið næstu helgi, nánar tiltekið 15. og 16. ágúst. Mótið er jafnframt gæðingakeppni Funa. Keppt verður í A- og B-flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki og fyrirkomulagið verður þannig að sérstök forkeppni fer fram með þrem keppendum inni á vellinum í einu. Þá …