Í nærmynd

Hvað heitir maðurinn? Valur Ásmundsson Hvaðan kemur hann og hvar býr hann? Eftir þriggja ára dvöl í Póllandi flutti ég i í Hólshús en er fæddur og uppalinn á Akureyri. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Feitur lambahryggur á tyllidögum en saltfiskur með hamsatólg hvunndags. Hver er mesti gæðingur allra tíma? Erfitt að dæma það en …

Í nærmynd Read More »

Almennt reiðnámskeið með Sölva Sig.

Reiðnámskeið verður með Sölva Sig. 19-20 febrúar. Kennt verður 2×25 mínútur hvorn dag. Skráning er á lettir@lettir.is og lýkur skráningu 17. febrúar. A.T.H. aðeins 12 þátttakendur komast að. Námskeiðið kostar 19,000 kr. og er opið fyrir alla. Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Þróunarfjárframlag til hrossaræktar

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr þróunarfjárframlagi til hrossaræktar. Markmið styrkveitinganna er að efla þróun og ræktun íslenska hestsins og fylgja þannig eftir árangri þeim er náðst hefur í aukinni fagmennsku í hrossarækt og þjálfun íslenska hestsins. Styrkhæf eru hverskonar verkefni er lúta að: A. Kynbótum hrossa, fóðrun þeirra eða …

Þróunarfjárframlag til hrossaræktar Read More »

FEIF Youth Camp 2011, Skotlandi

Dagsetning: 23. – 30. júlí 2011 Verð: 530 – 550 € Hvert land hefur rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef sæti losna, sem hefur verið undanfarin ár. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu. Skilyrði: Þátttakendur verða að vera á aldrinum 13 – 17 ára, á árinu, verða hafa einhverja reynslu …

FEIF Youth Camp 2011, Skotlandi Read More »

Aðalfundur

Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa verður haldinn mánudaginn 7. febrúar kl. 20.30 í Funaborg. Dagskrá: – venjuleg aðalfundarstörf – kynning á niðurstöðum varðandi fjármögnun á Melgerðismelum – möguleg sala á hesthúsinu – önnur mál Þeir sem eru lausir í nefndum þetta árið eru Mótanefnd: Stefán Birgir Stefánsson Skemtinefnd: Hafdís Sveinbjörnssdóttir og Andrea Hjaltadóttir Húsnefnd: Sigríður Björnsdóttir og …

Aðalfundur Read More »

Fræðslufyrirlestur

Föstudagskvöldið 28. janúar verður haldinn fræðslufyrirlestur í Funaborg kl. 20:30. Sigríður Bjarnardóttir Hestafræðingur mun fjalla um lokaritgerð sína í hestafræðum sem ber heitið Stöðumat keppnishesta í Meistaradeild KS. Þorsteinn Björnsson reiðkennari að Hólum mun fjalla um þjálfun. Frítt er inn á fyrirlesturinn og allir velkomnir.

Breytingar á funamenn.is

Hér til vinstri má sjá þrjá nýja valmöguleika. Auglýsingar, en nú geta félagsmenn sent inn auglýsingar sem þeir vilja fá birtar. Heimasíður félagsmanna, settir hafa verið tenglar inn á heimasíður félagsmanna. Myndir, nokkrar gamlar og góðar hafa verið settar inn. Óski félagsmenn eftir því að fá tengil inn á sína heimasíðu af funamenn.is eða senda …

Breytingar á funamenn.is Read More »