Áhugakönnun fræðslunefndar

Gleðilegt nýtt ár kæru félagar. Við í fræðslunefnd höfum nú unnið úr niðurstöðum könnunarinnar og þökkum ykkur öllum kærlega fyrir þátttökuna. Fræðslunefnd vinnur að því að koma óskum ykkar í framkvæmd. Viðburðir og uppákomur verða nánar auglýst síðar. Könnunina má nálgast hér, skjalið er á pdf formi.

Áhugakönnun fræðslunefndar

Áhugakönnun fræðslunefndar hefur verið send til félagsmanna í tölvupósti. Mikilvægt er að sem flestir svari. Hafi einhver ekki fengið póstinn vinsamlegast látið Eddu vita á netfangið eddakamilla@hotmail.com. Könnunin lokar á miðnætti mánudaginn 20. desember. F.h. fræðslunefndar Kveðja Edda Kamilla

Vinnukvöld

Nú er verið að vinna við að setja upp gardínukappa og lýsingu í salinn í Funaborg. Vinnukvöld verður miðvikudagskvöldið 15. des. kl. 20.30.

Félagsfundur

Funafélagar!  Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 9. desember,  kl. 20.30 í Funaborg.  Nauðsynlegt er að sem flestir mæti. Fundarefni: – Lokatilboð frá Létti vegna mögulegrar sölu á þeirra hlut í Melgerðismelum.      -Önnur mál  Stjórn Funa

Járningar og hófhirðing I og II

Járningar og hófhirðing I Umsjón: Ásdís Helga Bjarnadóttir Námskeið hefst þann: 8.1.2011 Staðsetning: Hestamiðstöð LbhÍ, Miðfossum Námskeiðið er einkum ætlað bændum, hrossaræktendum og áhugamönnum. Fjallað verður um undirstöðuatriði við hófhirðingu og járningu hesta. Kennd verður hófhirðing, tálgun og járningar. Rætt verður um áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið …

Járningar og hófhirðing I og II Read More »