Forsíða

Formannaskipti

Á síðasta stjórnarfundi sagði Hulda af sér sem formaður vegna heilsufars og hættir í stjórn. Þorsteinn á Grund kemur inn í stjórnina sem fyrsti varamaður. Valur Ásmundsson tekur við formannssætinu. Við þökkum Huldu fyrir störf hennar og óskum þeim Val og Þorsteini velfarnaðar.

Deila:

Gjöf til bókasafnsins

Margrét B. Aradóttir og Edda Kamilla Fræðslunefnd Funa bárust góðar gjafir til að færa bókasafninu okkar í Hrafnagilsskóla. Gjafirnar komu frá Birni Eiríkssyni, PlúsFilm og Eiðfaxa . Fræðslunefnd þakkar kærlega fyrir þessar rausnarlegu gjafir og hvetur félagsmenn að skella sér á bókasafnið og birgja sig upp af fróðleik. F.h. Fræðslunefndar Edda Kamilla

Deila:

Páskabingó

Páskabingó verður haldið í Funaborg Eyjafjarðarsveit Laugardaginn 16. april kl 13:30 Komdu og þú getur unnið páskasteik frá Norðlenska og ásamt mörgum öðrum  glæsilegum vinningum. Spjaldið kostar kr. 500.- og kr. 250.- eftir hlé   Hestamannafélagið Funi

Deila: