Forsíða

Reiðtúr að skriðunni í Torfufellsdal

Reiðtúr að skriðunni í Torfufellsdal Hestamannafélagið Funi stendur fyrir reiðtúr að skriðunni inná Torfufellsdal laugardaginn 14. júlí kl. 11:00. Um er að ræða léttan reiðtúr eftir frábærum reiðgötum í fylgd með heimamönnum. Áætlaður ferðatími er 4 klst. Lagt verður af stað frá Torfufelli. Allir hestfærir einstaklingar velkomnir með í ferðina. Stjórn og ferðanefnd Funa

Deila:

Frábær helgi á Melgerðismelum!

Fjöldi félagsmanna mætti á Melgerðismela nýliðna helgi og vann að ýmsum umhverfismálum. Farið var í almenna tiltekt kringum hesthús og félagsheimili. Nær allt grænt tréverk var lagfært eftir þörfum og málað. Gengið var frá nýju gleri og listum í stóra salnum og unnið að lagfæringu rétta við norðurhólf. Á fjórða tug manna mættu í grill …

Frábær helgi á Melgerðismelum! Read More »

Deila:

Ágætu Funafélagar og sveitungar

Laugardaginn 7. júlí: • Vinnudagur 13-17: Vinnudagur verður á Melgerðismelum milli kl. 13-17. Farið verður í almenna tiltekt, málningarvinnu, girðingarvinnu og smíðavinnu. Gott væri ef menn tækju með smáverkfæri í samræmi við þessi verkefni. • Grill 19-20: Um kvöldið verður grill frá 19-20. Funi sér um meðlætið og að hafa grillið heitt, hver og einn …

Ágætu Funafélagar og sveitungar Read More »

Deila:

REIÐNÁMSKEIÐ !!!

Barna- og unglingaráð FUNA auglýsir reiðnámskeið fyrir byrjendur (5-16 ára) dagana 10., 11. og 12. júlí n.k. Námskeiðið verður á Melgerðismelunum og Anna Sonja Ágústsdóttir verður leiðbeinandi. Hestar og reiðtygi á staðnum. Áhugasamir skrái sig hjá Önnu Sonju í síma 846-1087 eða á netfangið annasonja@gmail.com, hún veitir jafnframt frekari upplýsingar. Ath! Takmarkaður fjöldi plássa – …

REIÐNÁMSKEIÐ !!! Read More »

Deila:

Viltu vinna fyrir hestamannafélagið þitt á Landsmóti 2012 ?

 Vaktir hestamannafélaganna á Landsmóti 2012 eru með sama móti og áður.  Helstu störf á þeim vöktum eru eftirfarandi: Hliðvarsla Aðstoð við fótaskoðun Innkomustjórnun Upplýsingamiðstöð Aðstoð á skrifstofu Ýmis störf á svæði Aukavaktir  Starfsmenn vaktana skulu hafa náð 18.ára aldri. Starfsmenn hafa aðgang að mótinu á meðan á vöktum þeirra stendur en fá ekki almennan aðgöngumiða. …

Viltu vinna fyrir hestamannafélagið þitt á Landsmóti 2012 ? Read More »

Deila:

Niðurstöður úrtöku fyrir landsmót

Úrtaka fyrir landsmót fór fram á Akureyri laugardaginn 9. júní í ágætu veðri. Úrtakan var sameiginleg með Funa Gnýfara, Grana, Létti, Þjálfa og Þráin og stjórnað af mótanefnd Léttis. Forkeppnin er notuð til að velja keppendur inn á landsmót, en niðurstöður hennar má sjá með því að smella hér.

Deila:

Gæðingakeppni Funa

Gæðingakeppni Funa verður haldin á Melgerðismelum 16. júní n.k. Keppt verður í A- og B-flokki, polla-, barna-, unglinga- og ungmennaflokki ef næg þátttaka fæst. Skráningu skal senda á tölvupóstfang litli-dalur@litli-dalur.is, eða í síma 861 8286 í seinasta lagi miðvikudaginn 13. júní. Fram komi: Nafn knapa: Kennitala knapa: Nafn eiganda: Nafn hests: IS-númer hests: Í hvaða …

Gæðingakeppni Funa Read More »

Deila: