Fögnum sumri og grillum saman Hestamannafélagið Funi „býður” til grillveislu í Funaborg, föstudagskvöldið 26.apríl, þú kemur með þitt kjöt á grillið og kaupir meðlæti á staðnum. Grillið verður heitt kl 20 Síðasti skráningardagur er 25.apríl í síma 461 1242, 861 1348 eða á netfangið hafdisds@simnet.is Allir velkomnir Hestamannafélagið Funi
Forsíða
Ársþing UMSE 2013
Ársþingið var haldið að Valsárskóla Sigríður Bjarnadóttir var sæmd starfsmerki UMSE og einnig UMFÍ, Hér er aðeins um reglur merkjanna og umsögn um Siggu Starfsmerki UMFÍ. Starfsmerki UMFÍ má veita fyrir frábært átak eða afrek í félagsstörfum, skipulagsstörfum, framkvæmdastjórn eða á íþróttasviði. Til grundvallar þarf ekki að liggja langt samfellt starf. Framkvæmdastjórn UMFÍ veitir starfsmerki …
FEIF Youth Camp 2013.
Nú er að fara í gang undirbúningur fyrir FEIF Youth Camp 2013. Í viðhengi þessa pósts er að finna helstu upplýsingar um búðirnar, sem að þessu sinni verða haldnar í Noregi. Búðirnar eru fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára á árinu og er margvísleg afþreying í boði og þetta hefur verið gríðarlega eftirsóttur viðburður á …
Fræðslufundur um skeiðgenið
Hestamannafélagið Funi og Hrossaræktarfélagið Náttfari bjóða til fræðslufundar um skeiðgenið. Í Funaborg, föstudaginn 1. marz kl. 20:30 Kristinn Hugason, kynbótafræðingur, verður með framsöguerindi um þessa stórmerkilegu uppgötvun innan erfðafræðinnar og síðan má búast við líflegum umræðum í kjölfarið. Hvetjum alla til að mæta. -Veitingasala opin. Funi og Náttfari
Folaldasýning Hrossaræktarfélagsins Náttfara
Sunnudaginn 27. janúar n.k. stendur Náttfari fyrir folaldasýningu í Melaskjóli á Melgerðismelum. Dómari verður Eyþór Einarsson en fyrirkomulagið verður þannig að hann dæmir sköpulag folaldanna fyrir hádegi, eftir hádegi – kl.13:00 – verður sjálf sýningin. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu folöld í hryssu- og hestaflokki auk þess sem áhorfendum gefst færi á að velja …