Forsíða
Námskeið fyrir óvana krakka
Námskeið fyrir óvana krakka/unglinga. Um er að ræða 3 skipti, þriðjudaginn 23., miðvikudaginn 24. og fimmtudaginn 25. júlí n.k. Námskeiðið verður haldið á Melgerðismelum, mæting við hesthús/rétt. Hross, reiðtygi og hjálmar verða á staðnum. Námskeiðið er í boði hestamannafélagsins FUNA. Hámark 12 komast að á námskeiðið à fyrstir skrá, fyrstir fá ! Áhugasamir skrái sig …
Fjölskyldureiðtúr
Fjölskyldureiðtúr. Hestamannafélagið Funi stendur fyrir fjölskyldureiðtúr inn á Eyjafjarðardal laugardaginn 6 júlí nk. kl. 13.00. Um er að ræða léttan reiðtúr eftir góðum reiðgötum í fylgd með heimamönnum. Áætlaður ferðatími er 3 til 4 klst. og verður lagt af stað frá Hólsgerði. Allir hestfærir einstaklingar eru velkomnir með í ferðina. Hægt er að fá hólf …
Ágætu Funafélagar og sveitungar
Laugardaginn 29. júní: • Vinnudagur 13-17: Vinnudagur verður á Melgerðismelum milli kl. 13-17. Farið verður í almenna tiltekt, girðingarvinnu og smíðavinnu. Gott væri ef menn tækju með smáverkfæri í samræmi við þessi verkefni. • Grill 19-20: Um kvöldið verður grill frá 19-20. Funi sér um meðlætið og að hafa grillið heitt, hver og einn tekur …
Sætisæfingar – námskeið
Sætisæfingar – námskeið Barna- og unglingaráð Funa stendur fyrir námskeiði í sætisæfingum fyrir börn og unglinga í Funa. Anna Sonja Ágústsdóttir sér um námskeiðið en um er að ræða einstaklingskennslu í þrjú skipti, um hálftíma í senn. Námskeiðið er niðurgreitt af Funa en hver þátttakandi greiðir hlut í námskeiðinu sem nemur 4.000 krónum (mæta með …