Umsjón: Ásdís Helga Bjarnadóttir
Námskeið hefst þann: 8.1.2011
Staðsetning: Hestamiðstöð LbhÍ, Miðfossum
Námskeiðið er einkum ætlað bændum, hrossaræktendum og áhugamönnum. Fjallað verður um undirstöðuatriði við hófhirðingu og járningu hesta. Kennd verður hófhirðing, tálgun og járningar. Rætt verður um áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið er að mestu verkleg kennsla og koma þátttakendur því með eigin járningaáhöld og hest/hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda 10.
Kennsla: Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari og bóndi á Oddsstöðum.
Tími: Lau. 8. jan. kl 10:00-18:00 og sun. 9. jan. kl. 9:00-16:00 (19,5 kennslustundir) í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum.
Verð: 22.900 (kennsla, gögn, aðstaða fyrir hest og veitingar).
Skráningar: endurmenntun@lbhi.is eða s: 433 5000.
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5200 kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.
Minnum á Starfsmenntasjóð bænda – www.bondi.is
Járninganámskeið II – fyrir lengra komna.
Umsjón: Ásdís Helga Bjarnadóttir
Námskeið hefst þann: 29.1.2011
Staðsetning: Hestamiðstöð LbhÍ, Miðfossum.
Endurmenntun Landbúnaðaháskóli Íslands býður upp á járninganámskeið fyrir þá sem hafa grunnþekkingu á járningum. Námskeiðinu er ætlað að styrkja faglegan grunn nemenda á járningum. Farið verður ítarlega í grunnþætti, svo sem líffærafræði hófsins og neðri hluta fótar og hvernig sú þekking nýtist við járningar. Við þá kennslu verður hófur og neðri hluti fótar krufinn og sýnt hvernig þessir líkamshlutar eru uppbyggðir. Kennslan er bæði bókleg og verkleg og að hluta til á formi sýnikennslu.
Verkleg þjálfun nýtist nemendum t.d.við járningar á keppnis- og kynbótahrossum og hvernig járningar á sýningarhrossum eru skipulagðar yfir lengri tíma. Einnig verður farið yfir notkun á hóffylliefnum og efnum til hófviðgerða.
Námskeiðið tekur tvo daga – Annars vegar geta 10 þátttakendur tekið þátt í bóklegri og verklegri fræðslu báða dagana og komið með eigið hross á sunnudeginum sem verður að vera tamið og þægt í járningu – hins vegar getur ákveðinn fjöldi mætt sem áheyrendur á laugardeginum, án hross, enda er sá dagur að stórum hluta tileinkaður sýnikennslu og fyrirlestrum. Farið verður yfir bókleg og verkleg atriði báða dagana.
Leiðbeinandi: Sigurður Torfi Sigurðsson, járningameistari.
Staður og stund: lau. 29. jan. Kl. 10:00-18:00 og sun. 30. jan. kl. 10:00-16:30 (18 kennslustundir) í Hestamiðstöð LbhÍ að Miðfossum.
Verð:
1. Verkleg kennsla með eigið hross, 2 daga (10 hámark): 25.000 kr.
2. Sýnikennsla og fræðsla á laugardegi, án hests: 13.000 kr
Skráningar: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 6.000 kr fyrir þá sem taka báða dagana, 3000 kr fyrir laugardaginn (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda staðfestingu á netfangið endurmenntun@lbhi.is.
Skráningar: endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5033/ 433 5000.
Sjá nánar inn á, http://lbhi.is/pages/1710