Lokið er ágætu móti á Melgerðismelum þar sem fram komu sterkir hestar og einkunnir voru háar þrátt fyrir mikla rigningu á sunnudeginum.
Má t.d. nefna A-flokkinn er þar hlaut Tristan frá Árgerði 8,71 í úrslitum og Dagur frá Strandarhöfði 8,70.
Styrktaraðilar voru Lífland, Bústólpi og Fákasport auk Litla-Dals, sem kostaði startbása.
Þökkum við öllum stuðningsaðilum og þeim fjölmörgu sem unnu óeigingjarnt starf við undirbúning og framkvæmd mótsins.