Opið gæðingamót Funa 16. og 18. júní

Föstudaginn 16. júní kl. 18.00 verða kappreiðar og töltkeppni á Melgerðismelum.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Tölt T1

Tölt T3

150 metra skeið

250 metra skeið

300 metra brokk

300 metra stökk

Sunnudaginn 18. júní verður svo gæðingakeppni og úrtaka fyrir fjórðungsmót.

Keppt í þessum flokkum:

A – flokkur

B – flokkur

Ungmennaflokkur

Unglingaflokkur

Barnaflokkur

100 metra skeið

Allar greinar eru opnar.

Keppnisgjöld:

Hringvallagreinar 4.000 nema börn og unglingar 2.500, en T1 4.000 kr. og T3 2.500 kr.

Kappreiðar 3.000

Skráning fer fram í Sportfeng og skráningarfrestur rennur út á miðnætti 14. júní.

Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina flokka eða fella niður greinar ef ekki fæst næg þátttaka.

Deila: