Nú er aðeins vika í hina árlegu Æskulýðsdaga á Melgerðismelum sem er fjölskylduskemmtun fyrir alla hestakrakka og opin öllum!
Að venju er þetta þriðja helgin í júlí, að þessu sinni 17. – 19. júlí, og er dagskráin eftirfarandi:
Föstudagskvöldið 17. júlí:
Skemmtunin byrjar með ratleik á hestum um Melana og þurfa knapar að vera tilbúnir á hestum sínum kl. 20:00 við hesthúsin. Skipt verður í nokkur lið og leystar þrautir og svarað hestatengdum spurningum og tekinn tíminn hjá hverju liði. Allir geta tekið þátt en þeir sem ekki hafa fulla stjórn á hestum sínum í hasarnum þurfa að vera með einhvern fullorðinn með sér og jafnvel láta teyma undir sér
Laugardagurinn 18. júlí:
– Dagurinn hefst á þrautabraut kl. 10:00 og byrjað á yngsta flokki.
– Kl. 13:00 Matarhlé og verðlaunaafhending fyrir ratleikinn.
– Kl. 15:00 verður haldið í fjölskyldureiðtúr upp í gömlu Borgarréttina þar sem verður áð og trússbíll kemur með nesti fyrir alla. Börn eru á ábyrgð foreldra í þessum reiðtúr og vonandi að sem flestir fullorðnir skelli sér á bak með krökkunum
– Kl. 19:00 Kvöldmatur (grill) og verðlaunaafhending fyrir þrautabrautina.
– Kvöldið endar svo á kvöldvöku með varðeldi.
Sunnudagurinn 19. júlí:
Kl. 10:00 Öðruvísi keppni sem enn á eftir að útfæra nákvæmlega og verður kynnt betur þegar nær dregur 😉
Kl. 11:30 Hringvallarkeppni með útsláttarfyrirkomulagi. Frjálslegt og skemmtilegt. Nokkrir inni á vellinum í einu og farnir nokkrir hringir á gangtegund að eigin vali.
– Frítt í tjaldstæði fyrir alla.
– Ókeypis hagi fyrir öll hross.
– Kvöldgrillið er ókeypis fyrir börnin, fullorðnir geta keypt grillmat á kostnaðarverði.
– Allir fá ókeypis nesti í reiðtúrnum.
– Hugsa þarf sjálfur fyrir hádegismat á laugardeginum og morgunmat á sunnudeginum.
– Hvetjum alla hestakrakka til að taka foreldra sína með í útilegu á Melgerðismelum!
Tilkynna þarf þáttöku í síðasta lagi fimmtudaginn 16. júlí á netfangið annasonja@gmail.com.
– Barna- og unglingaráð Funa