Pizzakvöld barna- og unglingaráðs

Barna- og unglingaráð ætlar að bjóða í Pizzakvöld í Funaborg næstkomandi laugardagskvöld, 14. febrúar, kl. 20:00. Til stendur að kynna hvað framundan er í æskulýðsstarfinu og hvetjum við alla hestakrakka og foreldra þeirra til að mæta og hjálpa til við að móta dagskrána. Gott væri að vita hversu margir ætla að láta sjá sig svo nóg sé af pizzum fyrir alla 🙂 Endilega látið Önnu Sonju vita annað hvort í síma 846-1087 eða bara á facebook. Nýir meðlimir ávalt velkomnir!

-Barna og unglingaráð

Deila: