Folaldasýning Hrossaræktarfélagsins Náttfara

Laugardaginn 14.febrúar n.k. stendur Náttfari fyrir folaldasýningu í Melaskjóli á Melgerðismelum. Dómari verður Eyþór Einarsson en fyrirkomulagið verður þannig að hann dæmir sköpulag folaldanna fyrir hádegi (ath.folöld þurfa að vera komin í hús kl.11:00) og eftir hádegi – kl.13:00 – verður sjálf sýningin. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu folöld í hryssu- og hestaflokki auk þess sem áhorfendum býðst að velja glæsilegasta folaldið. Þá gefst færi á að skrá til leiks ungfola fædda 2012 og 2013. Veitingasala verður í Funaborg, opið hús þar í hádeginu.
Skráning fer fram um netfangið thorsteinn.egilson@icloud.com eða í síma 895-2598 í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 12.febrúar. Við skráningu skal gefa upp nafn, lit, foreldra, ræktanda og eiganda folaldsins.
Þorsteinn Grund – Sigríður Hólsgerði

Deila: